Íris Arna Ingólfsdóttir

Velkomin á síðuna mína.

 
 
 

Október 2006
Nú er ég löngu orðin tveggja ára og verð bráðum þriggja. Ég er í leikskólanaum Grænatúni, á dvergadeild og það gengur rosalega vel. Ég er orðin svo stór að ég er komin í vinnu í leikskólanum við að klæða hin börnin í fötin þegar við förum út. Ég er að vísu búin að vinna við þetta í heilt ár, byrjaði síðasta haust um leið og ég byrjaði í leikskólanum.Þá var ég yngst á deildinn og sá um að klæða stóru krakkana.
Svo er ég voða dugleg að taka til heima hjá mér, ég er alltaf að sópa gólfið, leggja á borð og taka til í fataskápnum mínum. Að vísu er mamma ekkert rosalega ánægð þegar ég tek til í fataskápnum, henni finnst ég ekki brjóta fötin nógu vel saman aftur. Ég er snillingur í að klæða mig sjálf og ég verð að fá velja sjálf í hvaða fötum ég fer á morgnana. Stundum er mamma að skipta sér af því, ef henni finnst litirnir ekki alveg passa nógu vel saman eða þegar ég er komin í þrjá boli.

Ég er búin að fara í fullt af ferðalögum á húsbílnum og til útlanda. Þið getið skoðað myndirnar á myndasíðunni okkar.

janúar 2005
Ég er orðin eins árs og farin að labba nokkur skref, allavega með veggjum og borðum. Ég þori varla að sleppa mér sjálf og finnst best að hafa eitthvað öruggt á undan mér, t.d. stól eða sparkbíl. Mömmu og pabba finnst ég vera voða róleg í þessu því að bræður mínir voru báðir farnir að labba eins árs. Annars held ég bara að þau séu fegin því að ég er mun rólegri en bræður mínir voru á mínum aldri... eða það finnst mér allavega. Ég get nú samt alveg öskrað og grenjað, ef ég fæ ekki allt sem ég vil. Mér finnst t.d. voða gaman að láta ömmu og afa halda á mér þegar þau koma í heimsókn, því að mamma nennir ekkert að vera að halda á mér allan daginn.... ég skil hana ekki.

Ég fór til London í haust með mömmu og pabba. Ég fór á nokkur söfn og flakkaði með þeim um borgina. Það var voða gaman, en ég var nú líka orðin frekar þreytt á að vera í kerrunni minni. Ég var eiginlega í henni allan sólarhringinn, sat í henni á daginn og svaf í henni á nóttunni.

Annars gengur nú lífið sinn vanagang á heimilinu. Ég er farin að borða allan mat og er dugleg að borða, mér finnst kjöt rosalega gott... og það finnst pabba líka. Ég er komin með átta framtennur og þrjá jaxla. Ég sef úti í vagninum mínum tvisvar á dag, klukkkutíma í einu. Svo fer ég snemma að sofa, milli átta og níu, og vakna milli sjö og átta á morgnana. Yfirleitt sef ég alla nóttina en stundum vakna ég og vil þá fá snuðið mitt og þá sofna ég aftur.
Í desember var voða gaman, því þá fékk ég pakka í strenginn á hverjum degi. Ég byrjaði á því þegar ég vaknaði að skríða að strengnum og svo ökraði ég þar, því að ég vissi alveg hvað ég vildi... pakkann. Svo komu jólin með enn fleiri pakka og fullt af jólapappír og jólaskrauti...
Bræður mínir eru voða góðir við mig, stundum eru þeir að leika við mig, fíflast í mér, og það finnst mér alveg frábært. Sérstaklega þegar þeir eru að keyra mig í dúkkukerrunni minni.

12.júní 2004
Nú er ég orðin 6 mánaða, farin að sitja og velta mér út um allt gólf. Ég er líka farin að borða graut í hádeginu og á kvöldin og ég fæ líka ennþá brjóstamjólk hjá mömmu. Ég er búin að fara tvisvar til útlanda, til Portúgals og Danmerkur. Hér eru nokkrar myndir af mér síðan í vor og byrjun sumars.

 

Ég fæddist 12.desember 2003 og var 52,5 cm og 14 merkur.
Ég á tvo bræður, Snorra Þór og Sigurstein Óla.
Hér eru myndir af mér frá fyrsta sólarhringnum.
Nokkrar myndir af mér fyrstu 2 vikurnar.
Og svo komu jólin og ég fór í jólakjólin
Enn fleiri myndir af mér fyrsta mánuðinn (janúar 2004)
Ég var skírð 1.febrúar 2004.
Ég í nýja prjónaða kjólnum mínum
Hér er ég og Hekla Fönn
Ég er búin að fá margar sængur- og skírnargjafir.
Hér eru nokkur sýnishorn.
Ég fór í heimsókn í Korpuskóla 5.mars 2004
     
     

© Eygló R. Sigurðardóttir